Ben Affleck er að flytja aftur heim til Jennifer Garner og barnanna þeirra. Jennifer er semsé að hleypa Ben aftur inn eftir 18 mánaða aðskilnað, en myndir frá þessu eru inni á RadarOnline.com.

Screen Shot 2017-02-21 at 1.40.02 PM

 

„Jennifer hefur verið að biðja fyrir þessu. Hún vildi aldrei skilnað en fannst hún ekki eiga annarra kosta völ. Ben er loksins orðinn edrú og þá fær hann að koma heim,“ segir heimildarmaður Radar.

Fyrst eftir að Ben flutti út dvaldi hann á Hotel Bel-Air þangað til Jennifer leyfði honum að flytja inn í gestahúsið á jaðri landareignar þeirra.

Screen Shot 2017-02-21 at 1.57.08 PM

Heimildarmaður staðfestir að „man cave-ið“ hans Ben sé að verða að leikherbergi fyrir börnin þeirra.  Cadillac Ben, tveir Benz og gamall Chevrolet er komnir aftur á sinn stað á eigninni en hann hafði verið að geyma þá í geymslu á Santa Monica.

Screen Shot 2017-02-21 at 1.58.17 PM

„Börnin og Jen eru í skýjunum yfir því að fá pabba sinn heim aftur. Þau vona öll að nú séu bjartari tímar framundan,“ segir heimildarmaðurinn.
SHARE