Hverju taka karlmenn eftir hjá konum?

Við konur eigum það til að spá of mikið í hlutina. Við erum undir stanslausri pressu frá fjölmiðlum og ýmsum staðalímyndum að líta út á ákveðinn hátt. Ég held að við gagnrýnum okkur sjálfar alltaf langmest.

Ég hef oft spjallað við bæði vini mína og kærastann um þetta og alltaf svara þeir í svipuðum dúr. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um það sem okkur er sagt að karlmenn spái mikið í en gera ekki.

Lítil brjóst eða brjóst sem mynda ekki svo svakalega skoru að hún stoppar umferð.
– Hverjum er ekki sama. Brjóst eru bara falleg, hvort sem þau eru stór, lítil, sigin eða hvað það nú er. Eðlilegir karlmenn hugsa í fyrsta lagi eflaust um margt annað en hvernig brjóstin á þér líta út. Hverjum þykir sinn fugl fagur. Gefum þeim meira kredit en þetta.

 

Slitför, appelsínuhúð og smá magi.
– Karlar pæla ekki jafn mikið í þessu og við. Þegar maðurinn þinn er að horfa á þig í bikini eða undirfötum er appelsínuhúð eða smá slit líklega það síðasta sem hann er að pæla í.

 

Slitnir endar eða smá hárrót
– Gagnkynhneigðir karlmenn eru ekki að spá í einhverju eins og slitnum endum eða hvort þú þurfir að lita á þér rótina. Vinkona þín pælir líklega meira í því en maðurinn gerir.

 

Nærbuxnafar
– Strákar eru ekki að spá í því hvort það móti fyrir nærbuxunum undir kjólnum eða pilsinu.

 

2-5 kíló hér eða þar.
– Þó þú bætir á þig 2 kílóum tekur hann oftast ekki eftir því, þeir spá bara ekki svona mikið í þessu. Við ættum ekki að gera það heldur.

 

Ég ætla mér það að flestir karlmenn séu dýpri en svo að spá of mikið í útliti kvenna. Kannski er ég bara veruleikafirrt, það gæti svo sem verið. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fékk voru ofangreind atriði á meðal eitthvað sem karlmenn eru bara engan veginn að hugsa um. Við hugsanlega gerum það sjálfar samt sem áður.  

Hinsvegar sögðust þeir frekar taka eftir.. 

 

Gervibrúnku

 

Alltof mikil förðun – alltaf
– Flestum karlmönnum finnst við fallegastar náttúrulega farðaðar. Við erum ekki að gera það fyrir þá þegar við förðum okkur. (auðvitað er samt gaman að farða sig meira en venjulega af og til)

 

Lýtaaðgerðir

– Alltof stórar varir sem hafa verið sprautaðar í drasl, andlit sem getur ekki brosað eða hreyfst vegna lýtaaðgerða. Auðvitað eiga allir rétt á því að velja. Það eru bara svo margar konur sem breyta útliti sínu vegna utanaðkomandi pressu.

 

Óöryggi
– Þegar við erum ósáttar með sjálfar okkur vegna þess að okkur finnst við feitar,ljótar og ómögulegar sést það langar leiðir. Um leið og við verðum ánægðar með sjálfar okkur skín það í gegn og við vitum það nú alveg flestar að það skiptir engu máli þó við séum með smá ástarhandföng, slit eða appelsínuhúð. Er ytra útlit líka ekki algjört aukaatriði? Það eina sem skiptir máli þegar á reynir er hvernig manneskjan er í reynd, en ekki hvernig hún lítur út! Hugur manneskjunnar og það sem að okkur snýr er það sem skiptir máli.

SHARE