Munið þið eftir því þegar samfélagsmiðlarnir loguðu vegna kjólsins góða? Fólk um allan heim var að deila um það hvort kjóllinn væri svartur og blár eða hvítur og gulllitaður, en fólk virtist skiptast niður í hópa og deildi sín á milli um hvorn litinn væri að ræða.

Sjá einnig: Hvernig er þessi jakki á litinn?

Áhugaverð mynd af Kate Spade tösku hefur komist á internetið, þar sem fólk skiptist í tvo hópa og deilir á um hvort taskan sé í raun hvít eða blá.

Taylor Corso, eigandi töskunnar, var að monta sig af nýju töskunni sinni og ekki leið á löngu þar til henni var óskað til hamingju með nýju hvítu töskuna sína. Hún var ekki lengi að því að benda fólki á það að það væri ekki fræðilegur möguleiki á því að taskan hennar væri hvít og birti aðra mynd af töskunni í öðru ljósi.

Twitter logaði og fólk var sannfært um að taskan væri í raun hvít. Hvað segið þið um litinn á töskunni og finnst ykkur skrítið að fólk hafi haft þessa skoðun?

 

 

3924D24900000578-3824344-White_or_blue_Taylor_Corso_posted_this_photo_to_Twitter_on_Wedne-a-41_1475718058279

Screen Shot 2016-10-06 at 14.44.44

taska

Svona lítur Kate Spade taskan út í raun og er því ljós blá.

SHARE