Hvernig kona ertu? Samkvæmt fæðingarmánuði þínum

Veistu hvað fæðingarmánuður þinn segir um persónuleika þinn? Ef ekki þá þarftu að lesa þetta.

Janúar

Þú ert metnaðarfull, ákveðin og hlédræg. Þú leyfir fáum að vita hvað er að gerast inni í huga þínum. Þú elskar fólk sem getur átt vitsumunaleg og innihaldsrík samtöl.

Febrúar

Þú elskar rómantík og allt sem tengist henni. Þú færð skapsveiflur og þess vegna ætti fólk að sýna þér meiri þolinmæði. Þú þolir ekki lygara.

Mars

Þú ert heillandi, hrífandi og trygg. Þú ert þolinmóð og góð, en þegar einhver misbýður þér, sýnirðu þeim alvarlegu hliðina þína.

Apríl

Þú ert diplómatísk og það er auðvelt að tala við þig. Þú átt það til að fara í sjálfsvorkun og afbrýðissemin á það til að ná tökum á þér. Þú hefur samt hæfileikann til að gera aðra hamingjusama.

Maí

Þú ert ákveðin og falleg en ekki alltaf auðveld í samskiptum. Ef einhver gerir eitthvað á þinn hlut, gleymir þú því aldrei.

Júní

Þér finnst að sannleikurinn eigi alltaf rétt á sér, sama hversu sársaukafullt það er. Þú er forvitin og skapandi en átt það til að draga fólk á asnaeyrunum.

Júlí

Þú er samkvæm sjálfri þér og það er alltaf einhver dulúð í kringum þig. Þú hleypir fólki sjaldan inn í líf þitt en þegar þú gerir það, elskar þú meira en allir aðrir.

Ágúst

Þú ert stolt og óeigingjörn. Þú þolir ekki þegar fólk gerir grín að þér og þess vegna sleppir þú þér afar sjaldan.

September

Þú ert mjög góð og þess vegna gleymir þú aldrei svikum. Ef einhver veldur þér sársauka langar þig að hefna þín. Ef þú byrjar í sambandi er það alltaf til langframa.

Október

Þú ert sterk og sjálfstæð. Þú þolir ekki þegar fólk notar þig og þess vegna hleypir þú fólki ekki að þér.

Nóvember

Allir í kringum þig eru alltaf einu skrefi á eftir þér. Það þýðir ekki að leika neina leiki í kringum þig því þú sérð alltaf í gegnum það þegar fólk er falskt.

Desember

Þú ert ekki mjög þolinmóð en þú lýsir alltaf upp herbergin þegar þú gengur inn. Þú ert alltaf á hraðferð í gegnum lífið en þér gengur alltaf vel. Þegar fólk veldur þér særingum, hefnir þú þín margfalt.

Heimildir: Womendaily.com

SHARE