Hvernig var Lindsay Lohan í meðferð?

Óháð því hvað þér finnst um Lindsay Lohan þá hlýtur að vera leiðinlegt að vera varla komin úr meðferðinni þegar þeir sem voru með þér í meðferð eru farnir að tala um þig við fjölmiðla. En það er semsagt byrjað.

Tommy Tracy var einn af þeim sem var með Lindsay í meðferð talaði við Fox 5 um hana. Hann hafði reyndar ekkert nema gott um hana að segja en þau urðu vinir í meðferðinni. Lindsay sendi honum svo hamingju óskir á Twitter þegar sonur Tommy átti afmæli. Hann segir að Lindsay hafi kynnst sjálfri sér og áttað sig á því hvað er virkilega mikilvægt í lífinu. „Partýið er búið og nú er kominn tími fyrir hana að taka feril sinn alvarlega,“ segir Tommy.

Lindsay mun halda áfram að vinna í sér en hún mun fara í sálfræðitíma einu sinni í viku næstu 15 mánuði.

SHARE