Hvernig veistu að þú ert fastur í friendzone?

Samskipti kynjana eru alltaf áhugavert umhugsunarefni, oft hristir maður hausinn yfir því að góðir strákar planta sér rækilega í þetta alræmda friendzone hjá stelpum, halda að þeir séu aldeilis að leggja inn hjá henni með því að þjóna henni til handa og fóta þegar þeir eru svo gott sem er að planta sér við hliðiná henni í ættartrénu sem bróðir hennar….  Ég ákvað að rissa upp ein 10 atriði sem eru ansi góðar vísbendingar um að enginn áhugi fyrir rómantík er til staðar.

Hún hefur aldrei samband að fyrra bragði

Ef þú ert alltaf aðilinn sem hringir, sendir sms á undan eða byrjar chattið á facebook þá virðist viðkomandi ekki hafa mikinn áhuga á að vera í samskiptum við þig þó hún sé nógu kurteis til að spjalla við þig og hafi jafnvel gaman af því. Góð leið til að testa hana er að hætta alfarið að hafa samband og athuga hve langan tíma það tekur hana að hafa samband við þig.

Farið alltaf í hóp út saman

Nema hún sé virkilega virkilega feimin þá er þetta skýrt merki um að hún hafi ekki áhuga á þér, ef viðkomandi hefur áhuga þá vill hún eyða one-on-one tíma með þér og kynnast þér eins og þú ert. Ef hún er ekki viljug í að gera neitt sem þið getið gert bara tvö saman þá lýtur hún sennilega eingöngu á þig sem vin.

Hún kemur aldrei við þig

Stór partur af daðri og merkjasendingum er líkamleg snerting, þá er ég ekki að tala um KÁF heldur þessar fínu snertingar, strjúka hendina og þess háttar, strákar láta gjarnan hendina á mjóbakið á stelpum sem þeir hafa áhuga á, þessar fíngerðu strokur senda skýr skilaboð.

Yfirborðskennd samtöl

Fólk er auðvitað mis vel af guði gefið eins og við vitum en ef viðkomandi spyr þig aldrei neinna djúpra spurninga virðist lítill áhugi vera til staðar, basic spurningar eins og: Hvernig hefuru það, hvað er að frétta o.þ.h. eru mjög yfirborðskenndar. Djúpar samræður felast í því að komast að því hver þú ert, hvernig þú hugsar, hvað skiptir þig mestu máli í lífinu, hverju þú hefur áhuga á og hvert þú stefnir.

Beilar á þér

Ef hún afboðar gjarnan plön sem þið hafið gert er nokkuð augljóst að hún hafi ekki áhuga á því að eyða tíma með þér, þegar maður hefur áhuga á einhverjum þá hefur maður fyrir því að geta eytt tíma með viðkomandi, ef hún kemst ekki af því að hamsturinn sem systir nágrannakonu vinkonu hennar dó og þær eru að fara að jarða hann…… þá ertu í friendzone.

Talar um einhvern sem hún er heit fyrir eða skotin í

Bamm, um leið og einhver fer að tala um eitthvað svoleiðis við þig þá geturu fullvissað þig um að enginn áhugi fyrir öðru en vináttu er til staðar.

Reynir að koma þér saman við vinkonu sína

Ef hún er að spyrja þig hvort þú sért jafnvel heitur fyrir einhverri vinkonu sinni gæti hún verið að testa bara hvort þú hafir í raun áhuga á sér, en ef þetta er komið út í það að hún er að reyna að koma þér á date með vinkonu sinni þá ertu kominn rækilega í friendzone. Hún vill að þú sért hamingjusamur…. með einhverri annari.

Skortur á augnsambandi

Ef daman horfir ekki í augun á þér er það merki um áhugaleysi, „Eigi leyna augu ef ann kona manni“ á alveg jafn vel við í dag og fyrir þúsundum ára. Það er eitt að vera feimin og þora ekki að horfa lengi í augu einhvers en að forðast augnsamband er allt annar kapítuli.

Tekur sig ekki til þegar hún hittir þig

Gæti verið merki um að hún sé bara svo örugg með sig og líður það vel með þér að hún mætir í náttbuxunum og hettupeysu á ísrúntinn, en yfirgnæfandi líkur eru á því að hún horfi bara á þig sömu augum og einhverja vinkonu sína.

Talar um þig sem „bara vin sinn“

Ef hún segir við þig að þú sért svo góður vinur, jafnvel hringir einhver í hana þegar þið eruð úti og hún segir „Ég er bara með vini mínum“ hvað þá ef hún segir að þú sért eins og bróðirinn sem hún átti aldrei þá ertu búinn að koma þér vel fyrir í friendzone-inu.

 

Það er þó ekki algilt að ef eitthvert þessara atriða passar við þig og dömuna sem þú ert skotinn í að þú sért þá búinn að planta þér í friendzone-ið, það er heldur ekki algilt að þó þú sért þar að það sé engin leið upp úr því. Ef þú hefur áhuga á einhverri/um, sýndu það þá, ekki bara bíða eftir því að hlutirnir komi upp í hendurnar á þér fyrirhafnarlaust, you miss 100% of the chances you don‘t take….

Samskipti eru tvístefnugata þannig að báðir aðilar verða í raun að sýna smá lit svo eitthvað gerist, ef þú finnur að þú sért einn gangandi um með heyið í skónum er það nokkuð borðliggjandi að þú ættir að ganga í aðra átt……

Höfundur greinar: Skúli Steinn Vilbergsson

Mynd: Gunnar Örn

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here