Instagram dagsins: Ellen Degeneres á Óskarsverðlaununum

Instagram er sívaxandi samskiptamiðill sem flestir eru farnir að þekkja og nota hér á landi. Á Instagram setur fólk inn myndir af hinu og þessu og sjálfu sér auðvitað líka. Margar stjörnur nota Instagram mikið og því höfum ákveðið að byrja með lið hjá okkur sem mun bera það einfalda heiti „Instagram dagsins“ og munum við birta skemmtilegar og áhugaverðar myndir sem við rekumst á, á Instagram.

Hún.is er auðvitað á Instagram og þú getur „followað“ eða fylgst með okkur með því að smella á þennan hnapp  Instagram

Instagram dagsins kemur frá leikkonunni og spjallþáttadrottningunni Ellen Degeneres sem sá um að skemmta áhorfendum Óskarsverðlaunahátíðarinnar í gærkvöldi með ótrúlegum uppátækjum sínum. Hún er líklegast fyrsti kynnirinn til að panta pítsu í miðri athöfn fyrir nokkra af Hollywood leikurunum en það uppátæki virtist leggjast ansi vel í þá. Instagram myndin sem hefur vakið hvað mesta athygli frá kvöldinu er þessi hér fyrir neðan enda er það ekki á hverjum degi sem þessar stórstjörnur stilla sér saman upp fyrir myndatöku

 

Screen Shot 2014-03-03 at 8.06.37 PM

 

SHARE