Jessica Simpson verður árinu eldri og ný gift

Jessica Simpson gifti sig síðustu helgi . Jessica og Eric Johnson héldu fallegt brúðkaup í San Ysidro með sínu nánasta fólki og þar má nefna  til dæmis Jessica Alba, Cash Warren, CaCee Cobb, Donald Faison og Topher Grace.  Auðvitað eru hjónakornin yfir sig hamingjusöm með börnunum sínum tveimur Maxwell og Ace. Jessica var ekki lengi að koma sér í afslöppun eftir stóra daginn þeirra hjóna.  Hún birti þessa fallegu mynd af sér á afmælisdaginn sinn og meira að segja án farða.

SHARE