Justin Bieber (22) er farinn að verða mjög þreyttur eftir 2 mánaða tónleikaferðalag en hann er að fara með Purpose tónleika um allan heim um þessar mundir.

Samkvæmt heimildarmönnum People er söngvarinn ungi orðinn það þreyttur að hann gæti þurft að aflýsa restinni af tónleikum sínum en hann á 7 mánuði eftir af tónleikaferðinni.

„Eftir tvo mánuði er hann alveg útbrunninn,“ segir heimildarmaðurinn. „Hann er samt ekki að gefast upp, en hann er bara að leita leiða til að halda haus.“

 

 Sést hefur til Justin að undanförnu við hinar ýmsu furðulegar iðjur, eins og að labba um berfættur í Boston og seinna var hann hangandi í tré. Þó þetta líti furðulega út þá segir heimildarmaðurinn að hann sé að reyna að finna innri frið á milli tónleikanna.

 

 Við skulum nú vona að drengurinn haldi þetta út, allavega þangað til hann er búinn að koma til Íslands.

 

SHARE