Kanye West tryllist við einkaþjálfara Kim Kardashian – Vill að hann hjálpi Kim að léttast

Nýjasti þátturinn af Keeping Up With the Kardashians fór í loftið vestanhafs í gærkvöldi. Að venju var um afar skrautlegan þátt að ræða. Í honum var meðal annars sýnt samtal sem Kim átti við systur sína, Khloé, um einkaþjálfara sinn. Kim hafði sagt þjálfaranum frá sínum nýjustu markmiðum – að missa heil sjö kíló en sú hugmynd fékk afar litlar undirtektir. Að sögn Kim reyndi þjálfarinn að sannfæra hana um að hún væri í fínu formi og að hann  gæti ekki ímyndað sér hana 7 kílóum léttari.

Sjá einnig: Kim orðin dökkhærð aftur og heldur sér í fantaformi

271FC73E00000578-3017433-image-m-67_1427688237984

Hver kemur þá til bjargar? Auðvitað Kayne West. Kim lýsir því fyrir Khloé hvernig Kanye gjörsamlega tryllist við þjálfarann.

Fyrirgefðu, þú ert einkaþjálfarinn hennar! Ertu að segja mér að þú getir ekki ímyndað þér hana 7 kílóum léttari? Þá finnum við einfaldlega annan þjálfara! Ef ég segi þér að hún þurfi að missa fitu á milli tánna þá andskotans finnur þú bara leið til þess að losa hana við þá fitu!”

Fór þjálfarinn víst að hlæja að þessari fáranlegu athugasemd og skipti bara umræðuefni.

Erlendir slúðurmiðlar baða sig nú í þessu máli –  aðallega af því að Kanye er jú annálaður fyrir að hampa vexti eiginkonu sinnar sem mest hann má. Af hverju ætti hann þá að samþykkja það að hún missi 7 kíló?

Sjá einnig: Kim Kardashian og Kanye West eru bara venjuleg eftir allt saman – Sjáðu myndina

SHARE