Katy Perry og John Mayer hætt saman – Myndir

Söngkonan Katy Perry og tónlistarmaðurinn John Mayer eru hætt saman ef marka má nýjustu fregnir. Parið hefur áður hætt saman en nú er það talið vera fyrir fullt og allt. Þetta kemur erlendu slúðurpressunni mjög á óvart en nokkur slúðurtímarit vestra töldu að parið hefði nýlega trúlofað sig í laumi.

Samkvæmt slúðurmiðlinum People.com gengur samband leikkonunnar Kate Hudson og tónlistarmannsins Matthew Bellamy afar illa. Parið hefur ekki sést saman opinberlega síðan þau eyddu jólunum í Bretlandi hjá foreldrum Matt.
Matt og Kate trúlofuðu sig árið 2011 en á þriðjudagskvöldið mætti Kate ein til veislu í Los Angeles með engan trúlofunarhring og hafa brúðkaupsplön þeirra verið sett á bið. Þrátt fyrir þessa bresti búa þau ennþá saman og segir heimildamaður að Kate muni ekki gefast svo auðveldlega upp.

Ameríski Biggest Loser keppandinn og nýkrýndur sigurvegari, Rachel Fredrickson, mætti í viðtal hjá sjónvarpsþættinum Today til að verja umdeilt þyngdartap sitt. 22 dögum eftir að Rachel sigraði þættina og komst í heimspressuna fyrir að léttast alltof mikið hefur hún þyngst örlítið aftur og lítur nú mun betur út. Sjálf viðurkenndi hún að hafa orðið örlítið áttavilt eftir að hún sigraði því margir töldu hana þjást af átröskun eftir að hafa séð hana í loka þættinum. Rachel er ánægð með árangurinn sinn og sagði í viðtalinu að henni hafi aldrei liðið betur, að hún þjáðist ekki af neinni átröskun og að hún væri ákaflega stolt af sjálfri sér.

 

SHARE