Kendall Jenner mætti í eins kjól og pabbi sinn

Kardashian fjölskyldan var nánast það eina sem fjölmiðlar fjölluðu um í líðandi viku. Kardashian systurnar, Kris Jenner, Caitlyn Jenner, North West, Kendall og Kylie Jenner mættu öll til New York til að sjá þriðju tískusýninguna hans Kanye West.

Sjá einnig: Kim Kardashian nánast óþekkjanleg á tískusýningu eiginmannsins

Það sem kom mörgum á óvart var að Lamar Odom mætti einnig með fjölskyldunni á sýninguna en Khloe hefur nú gefið það út að þrátt fyrir að þau séu vinir séu þau ekki byrjuð aftur saman.

Kim stal allri athyglinni líkt og vanalega en það vakti einnig athygli að Kendall Jenner mætti í nánast alveg eins dressi og pabbi sinn, Caitlyn Jenner. Bandaríska tímaritinu InTouch Weekly fannst þetta ákaflega skemmtileg tilviljun.

Sjá einnig: Mætti á tískuvikuna eins og Grimmhildur Grámann

Caitlyn Jenner klæddist síðu þröngu pilsi og rúllukragabol en Kendall var í stuttum kjól með rúllukraga. Bæði dressin voru úr nákvæmlega sama efninu og sniðinu.

caitlyn-kendall-jenner2

 

 

SHARE