Khloe Kardashian og Lamar Odom skrifa undir skilnaðarpappíra

Þá er því hjónabandi opinberlega lokið. En orðrómur þess efnis að Odom og Kardashian væru að íhuga að taka saman aftur hefur lengi verið á kreiki. Ekki alls fyrir löngu fluttu slúðurmiðlar fregnir af því að þau væru hjá hjónabandsráðgjafa og ætluðu sér að leysa málin. Khloe sótti fyrst um skilnað frá Lamar í desember árið 2013 og hafa þau verið skilin að borði og sæng síðan.

Sjá einnig: Verður Khloe Kardashian næsta Bachelorette?

Khloe-Kardashian-Lamar-Odom

Khloe hefur sést opinberlega með körfuboltakappanum James Harden undanfarið og er talið að þau eigi í ástarsambandi.

SHARE