Heimildarmaður sem er náinn Kim Kardashian (40) og Kanye West (44) segir að Kim sé ákaflega sár yfir því að Kanye sé að segja frá þeirra dýpstu leyndarmálum í textum á nýju plötunni sinni. Almenningur hafði beðið með mikilli eftirvæntingu eftir útgáfu plötunnar sem ber nafnið Donda.

Sjá einnig: J.Lo og Ben úti að borða með dóttur J.Lo

Í laginu Hurricane virðist Kanye gefa í skyn að hann hafi haldið framhjá Kim eftir að þau eignuðust fyrstu 2 börnin sín. Það er eiginlega ekki hægt að þýða þetta með góðu móti svo við leyfum þessu bara að vera eins og Kanye skrifaði það:

„Here I go actin’ too rich / Here I go with a new chick / And I know what the truth is / Still playin’ after two kids / It’s a lot to digest when your life always movin’.“

Á öðrum stað í laginu syngur hann um húsið sem þau bjuggu í saman og hvernig hann hefði ekki getað farið heim aftur í húsið sitt.

SHARE