Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner er ein vinsælasta manneskja í heimi þegar kemur að smáforritinu Snapchat. Milljónir manna fylgjast með Jenner og horfa á myndir og myndskeið frá henni á hverjum degi. Kim Kardashian er ekki sátt við það að litla systir hennar sé að verða sú vinsælasta í fjölskyldunni og ætlar nú að taka málin í sínar hendur. Kim hélt sig svolítið til hlés á meðgöngunni en hyggst nú koma aftur í sviðsljósið með látum.

Sjá einnig: Kim Kardashian sést opinberlega eftir barnsburð

2FD39B1200000578-3386291-image-m-12_1452043675345

Kylie er víst ekkert alltof hress með þessa ákvörðun stóru systur sinnar og segir hana vera að herma eftir sér.

SHARE