Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian heldur því fram að hún hafi þyngst alltof mikið þegar hún gekk með frumburð sinn, hana North West. Og að eigin sögn átti hún í miklu basli við að losa sig við aukakílóin eftir að North kom í heiminn.

Sjá einnig: Kim Kardashian heldur áfram að vera sjóðheit í gegnum meðgönguna

Kim-Kardashian-259937

Sjá einnig: Jessica Simpson vorkenndi Kim Kardashian á meðgöngunni – „Ég mun aldrei skilja af hverju fólk gagnrýnir óléttar konur fyrir þyngdaraukningu“

Kim segir meðgöngukílóin hafa verið erfiða áskorun, en henni tókst að missa tæp 23 kíló á 11 mánuðum. Kim ætlar sér aldeilis ekki að þyngjast um of á þessari meðgöngu og gerir nú allt sem í sínu valdi stendur til þess að halda sér í formi. Hún fer í langar gönguferðir og gerir að minnsta kosti 100 hnébeygjur daglega.

SHARE