Kim Kardashian hefur ískrandi húmor fyrir sjálfri sér

Árið 2013 mætti raunveruleikastjarnan Kim Kardashian kasólétt í blómamynstruðum kjól á Met Gala, sem vakti allsvakalega athygli. Kjóllinn þótti ekki passa óléttri konu, var sagður ljótur og var Kim gagnrýnd harðlega úr öllum áttum fyrir hörmulegan klæðaburð. Kim er nú gengin tæplega 8 mánuði með sitt annað barn og þurfti því að finna hrekkjavökubúning sem passaði kasóléttri konu. Það var ekki að flækjast neitt fyrir henni, hún klæddi sig bara upp sem Kim Kardashian árið 2013 og gerði í leiðinni stólpagrín að kjólnum sem þótti svo mikil hörmung.

Sjá einnig: Það mættu allir með óléttubumbu í afmælið hennar Kim Kardashian

2DFEB9AC00000578-3298644-image-a-12_1446340317651

Kim Kardashian á Met Gala árið 2013.

robin-williams-and-kim-kardashian

Það var gert mikið grín að kjólnum á sínum tíma.

Still fits…

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on

Kim á Halloween árið 2015 og eins og sjá má skrifar hún við myndina Still fits. 

I think I nailed the Kim K costume! ???

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on

Kim er fyndin: I think I nailed the Kim K costume.

 

SHARE