Kim Kardashian lenti í því í gær að henni var hótað og haldið nauðugri á hótelherbergi í París. Mennirnir sem héldu henni voru grímuklæddir og klæddir eins og lögreglumenn og brutu sér leið inn á herbergi hennar. Fjölmiðlafulltrúi hennar sagði frá þessu atviki á CNN. Kim er ekki slösuð en var mjög hrædd og í miklu sjokki eftir þetta, skiljanlega.

Hún var ekki sú eina sem var í uppnámi því eiginmaður hennar, Kanye West, var í miðju lagi á tónleikum þegar hann fékk fréttirnar og fór beint af sviðinu. Seinna var skrifað á Twitter hjá honum: „Vegna neyðarástands varð Kanye West að hætta fyrr. Eigið örugga ferð heim.“

SHARE