Kim Kardashian segist vera búin að missa 13 kíló

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian setti sér það markmið, strax eftir að Saint West kom í heiminn seint á síðasta ári, að missa rúmlega 30 kíló. Nú hefur Kimmie tilkynnt fylgjendum sínum á Twitter að 13 kíló séu farin en hún ætli sér að missa að minnsta kosti 18 kíló til viðbótar.

Sjá einnig: Kim Kardashian ætlar að slá í gegn á Snapchat

Kim tilkynnti einnig að áhugasamir gætu fylgst með matarræði hennar og æfingum á heimasíðu hennar – en það þarf að sjálfsögðu að borga fyrir aðganginn að þeim upplýsingum. Fregnir herma að Kim stundi líkamsrækt á hverjum degi og borði eins lítið af kolvetnum og hún kemst upp með.

kimtwitter

Kim-Kardashian

SHARE