Kim Kardashian situr fyrir á fyrstu óléttumyndunum – Myndir

Kim Kardashian fór í sína fyrstu myndatöku síðan hún tilkynnti að hún ætti von á barni á dögunum fyrir tímaritið DuJoir. Á myndunum er Kim með náttúrulega förðun og klædd í bikiní.

Kim segir í viðtali við blaðið að hún væri spennt fyrir nýjum kafla í sínu lífi og talar um að í framtíðinni muni hún halda einkalífi sínu meira út af fyrir sig. Kim segist vera tilbúin að halda ákveðnum hlutum bara fyrir sig og segir:

“Kanye hefur kennt mér að það þurfa ekki allir að vita allt um mig. Ég ætla í framtíðinni að halda ástarsambandi mínu og mínu einkalífi meira út af fyrir mig, það þurfa ekki allir að vita allt!”


Kim ætlar að koma fram í 2 þáttaröðum af “Keeping up with the Kardashians” í viðbót en svo er hún hætt.


Matarræði á meðgöngunni

Kim segir að áður en hún hafi orðið ólétt hafi hún alltaf hlakkað til þess vegna þess að þá myndi hún bara borða allt sem hún vildi en það er ekki raunin. Kim segist borða hollrara en nokkru sinni fyrr á meðgöngunni og hún leyfir sér varla sykur eða diet coke!

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here