Kim og Kanye vinna í sínum málum

Það gengur á ýmsu í hjónabandi Kim Kardashian (39) og Kanye West (43) eins og við vitum. Kanye er andlega veikur og á það til að fá köst þar sem Kim nær engu sambandi við hann og allt virðist í ruglinu.

Það virðist vera að Kim og Kanye séu að vinna í hjónabandi sínu þessa dagana en þau áttu stefnumótakvöld saman þann 27. september og svo aftur í gær, þann 28. september.

Stefnumótið sem þau áttu í gær var á einhverjum afviknum stað umkringdum trjám og hvítum tjöldum. Það virðist vera píanó inni í einu tjaldanna og borðið er lýst upp með ljósum frá Teslu. Munar ekki um umstangið.

Þau virðast þó hafa borðað mjög seint ef marka má tímasetninguna á færslunni frá Kanye en hún var sett inn klukkan hálfþrjú í nótt.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here