Kim sendi vinum sínum mynd af barninu – Einn vinanna reyndi að selja myndina

Græðgin getur verið slæm, það er alveg á hreinu. Kim Kardashian eignaðist á dögunum stelpu sem hefur verið nefnd North West. Fjölmiðlar hafa sóst eftir því að fá myndir af barninu og margir eru tilbúnir að borga háar upphæðir fyrir mynd af stúlkunni.

Kim er víst orðin afar þreytt á því að vera svikin af vinum sínum og ákvað því að gera smá tilraun til þess að athuga hverjir væru traustsins verðir. Kim sendi nokkrum vinum sínum myndir af barninu “sínu” en passaði að nota ólíkar myndir og engin myndin var í raun af North West. Hún bað vini sína að sýna engum myndina.

Fljótlega gerðist það að einn þessara “vina” reyndi að selja myndina af barninu. Vinurinn reyndi að fá ýmsa miðla til að kaupa myndina og bað um himinháar upphæðir. Fjölmiðlarnir fengu fljótlega þær upplýsingar að myndin væri ekki af North West svo að vinurinn fékk ekkert upp úr krafsinu.

Þetta var flott plan hjá Kim vinkonu okkar. Hér fyrir ofan er myndin sem vinurinn reyndi að selja og myndin fyrir neðan er önnur mynd sem hún sendi á einhvern “vin” sinn. Góð leið til að athuga hverjum maður getur treyst!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here