Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum aðdáanda Kanye West að nýjasta plötuumslag rapparans prýðir berrössuð kona. Orðrómur hefur verið á kreiki um að þetta sé bossinn á eiginkonu hans, Kim Kardashian, en það er ekki rétt. Kim sá þó um að velja rassinn sem sjá má á umslaginu og var hann valinn úr hópi föngulegra rassa – ef marka má slúðursíðuna The Dishh.

Sjá einnig: Kíktu í heimsókn til Kim og Kanye

0212-kanye-west-yeezy-season-3-album-cover-instagram-4

Plötuumslagið og rassinn sem margir hafa reynt að bera kennsl á.

sheniz-halil-instagram-photos-17-480w

Það er fyrirsætan Sheniz sem á þennan rass, sem sérstaklega var valinn af Kim Kardashian.

SHARE