Í New York má samkvæmt lögum eyða fóstri sem er að verða 24 vikna og 41% af öllum þungunum enda með fóstureyðingu. Í þessu myndbandi fer kona sem komin er um 24 vikur á leið inn á stöð í New York til að panta sér tíma í fóstureyðingu.

Þetta er ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA!

Lögin á Íslandi um fóstureyðingar hljóða svo:

10. gr. Fóstureyðing skal framkvæmd eins fljótt og auðið er og helst fyrir lok 12. viku meðgöngutímans.
Fóstureyðing skal aldrei framkvæmd eftir 16. viku meðgöngutímans, nema fyrir hendi séu ótvíræðar læknisfræðilegar ástæður og lífi og heilsu konunnar stefnt í því meiri hættu með lengri meðgöngu og/eða fæðingu. Einnig skal fóstureyðing leyfileg eftir 16 vikur, séu miklar líkur á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs.
Slíkar undanþágur eru aðeins heimilar að fenginni skriflegri heimild nefndar, skv. 28. gr.

SHARE