Kona lést á tónleikum Robbie Williams

Robbie Williams hóf nýlega tónleikaferð í Ástralíu sem kallast XXV. Það var svo á tónleikum í Allianz Stadium í Moore Park, 16. nóvember síðastliðin að slys átti sér stað. Konan sem lenti í slysinu var á áttræðisaldri og féll niður sex sætaraðir ef marka má frétt The Guardian.

Konan var flutt með hraði á Sydney St Vincent spítala í slæmu ástandi, með mikla höfuðáverka og var haldið sofandi. Hún lést svo 20. nóvember.

Samkvæmt sjónarvottum hafði konan verið að reyna að klofa yfir sætaraðir í stað þess að nota tröppurnar og hafi misstigið sig og dottið.

Konan sem lést hét Robyn Hall og var, samkvæmt fjölskyldu hennar, ein af þeim konum sem eru 70 ára en líta út fyrir að vera fimmtug. Hún var í frábæru líkamlegu formi og við góða heilsu.

SHARE