Konurnar á bakvið Jackass

Það er örugglega einstaklega sérstakt að vera kona, gift manni sem er í Jackass „genginu“. Eins og þeir vita sem hafa fylgst með þeim vita, eru þeir að fá allskonar hluti á viðkvæma staði, borða allskonar ógeð og þola viðbjóðslegar pyntingar og fleira. Þessir gaurar, því jú þetta eru oftast karlmenn, eiga samt margir hverjir konur, já og jafnvel börn.

Hér eru konur nokkurra af Jackass stjörnunum:

Steve-O er trúlofaður hársnyrtinum Lux Wright

Instagram will load in the frontend.

Steve-O var einu sinni giftur konu að nafni Britney McGraw, en þau skildu árið 2008 um svipað leyti og Steve-O fór í meðferð vegan alvarlegrar fíknar í áfengi og eiturlyf. Steve-O hefur nú verið edrú í 13 ár og er yfir sig ástfanginn af kærustunni sinni Lux Wright. Þau tilkynntu trúlofun sína á Instagram árið 2019. Þau eru spennt fyrir brúðkaupi sínu en segjast ekki hafa í hyggju að eignast nein börn.

Chris Pontius gekk í hjónaband árið 2018

Instagram will load in the frontend.

Chris Pontius, sem stýrir þættinum Wildboyz ásamt Steve-O, hefur tvisvar verið giftur. Hann giftist konu sem heitir Clair Nolan í kringum árið 2004 en þau skildu árið 2013. Hann giftist svo Mae Quijada árið 2018 í einkaathöfn. Þau eignuðust svo son árið 2019.

Dave England á tvö börn með eiginkonu sinni, Shawna

Instagram will load in the frontend.

Dave England sem einnig er þekktur undir nafninu Darf (drukkin útgáfa af Dave), er hamingjusamlega giftur konu að nafni Shawna England. Þau eiga saman tvo syni, Van og Clyde. Dave á svo tvö eldri börn með fyrrverandi kærustu sinni.

Jason ‘Wee Man’ Acuña er í sambandi með Cassandra Brett

Instagram will load in the frontend.

Jason „Wee Man“ Acuña hefur verið lengi á lausu en gæti nú loksins verið tilbúinn að verða einnar konu maður. Hann er ekki enn giftur en eyðir öllum sínum frítíma með kærustu sinni Cassandra Brett. Árið 2006 átti Jason von á barni með þáverandi kærustu sinni (sem hefur aldrei verið nafngreind) en þau misstu því miður barnið og hafði það auðvitað gríðarleg áhrif á þau.

Johnny Knoxville hefur verið hamingjusamlega giftur Naomi Nelson í mörg ár

Instagram will load in the frontend.

Johnny Knoxville hefur verið giftur oftar en einu sinni, eins og sumir félagar hans. Hann var giftur Melanie Cates frá 1995 til 2009, en sagt er að þau hafi skilið vegna sambands Johnny við mótleikkonu sína í Dukes of Hazzard, Jessica Simpson. Johnny gekk svo í hjónaband með Naomi Nelson fljótlega eftir skilnaðinni og þau eignuðust sitt fyrsta barn árið 2009. Margir telja að Johnny hafi hætt að taka þátt í hættulegustu atriðunum í Jackass vegna eiginkonu sinnar og barnanna. Þau eiga nú saman þrjú börn.

SHARE