Kourtney Kardashian: Nakin í Vanity Fair

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian er ekki alveg jafn hrifin af sviðsljósinu og hinar konurnar í fjölskyldunni. Kourtney hefur hingað til haldið sig örlítið meira til hlés en hún á þrjú börn með fyrrum kærasta sínum, Scott Disick. Það kom því mörgum talsvert á óvart þegar Kourtney birti mynd af sér naktri á Instagram í gærdag og tilkynnti að hana mætti finna á Evuklæðunum í tímaritinu Vanity Fair.

Sjá einnig: Kourtney Kardashian: Buxnalaus í New York

kourtney

Myndin sem Kourtney birti er hluti af myndaseríu ljósmyndarans Brian Bowen Smith, sem nefnist Metallic Life series.  Þetta er fyrsta myndatakan sem Kourtney tekur þátt í síðan hún og Scott skildu fyrr í sumar.

SHARE