Kúkaðir þú á þig í fæðingunni?

Ég get í raun svarið fyrir það að allar konur hugsa úti það hvort þær gætu hugsanlega kúkað á sig í fæðingu og hvort hægt sé að koma í veg fyrir það.
Margar konur hafa svo miklar áhyggjur að verða sér til skammar að þær halda hreinlega aftur að sér að rembast eða taka hægðalosandi lyf fram að fæðingu barns.
Það eru þó ekki aðeins konurnar sem hugsa útí þetta heldur erum við gjarnan spurðar, það fyrsta sem besti vinur minn sagði við mig í símann eftir að ég átti var hvort ég hefði kúkað á mig í fæðingunni, áður en hann óskaði mér til hamingju og áður en hann spurði hvernig hefði gengið eða hvernig sonur minn myndi líta út.
Við viljum allar halda reisn og því helst ekki vera að kúka á okkur glenntar fyrir framan fólk, nokkrar ljósmæður, maka, foreldra eða aðra sem eru viðstaddir fæðinguna.
Þá sérstaklega leiðinlegt ef konur fæða á fjórum fótum, geti þið ímyndað ykkur það ?

Fyrir mörgum árum var konum gefið laxerandi til þess að hreinsa fyrir fæðinguna en nú hefur verið sýnt fram á að það beri ekki árangur vegna þess að það tekur marga daga að hreinsa þarmana t.d þegar fólk er á leið í ristilspeglun. Þessu var því hætt.

Nú kemur sannleikurinn fyrir þá forvitnu og þær óléttu dömur sem velta þessu fyrir sér.
Þegar barn er á leið út þrýstir það á þarmana sem eru aldrei full hreinsaðir með hægðarlosandi lyfi en getur þó mögulega minnkað það.
Því er nokkuð líklegt að það komi eitthvað hjá öllum konum.
Það góða er að konan verður mjög sjaldan vör við það, sem og stuðningsaðilar í fæðingunni.
Ljósmæður eru vanar þessu enda mjög eðlilegur hlutur og þær fjarlægja þetta um leið!
Í umræðu um þetta eru flestar sammála að þegar fæðingin var komin af stað var enginn tími til að hugsa um þetta og flestum fór að verða SKÍT sama og fáar í raun sem urðu varar við það hvort það hefði eitthvað komið eða ekki.
Þetta eru því óþarfa  pælingar og áhyggjur.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here