Justin Bieber hefur síðasta árið ávallt tekið upp hanskann fyrir vinkonu sína Kylie Jenner en svo virðist sem þau Justin og Kylie eigi afar sérstakt samband.

Sjá einnig: Reyndi að brjótast inn til Kylie Jenner á jóladag

Í viðtali við tímaritið Elle UK talar Kylie um það hvernig Justin hjálpi henni að tækla fólk sem hatar hana og hvernig sé best að höndla frægðina.

Kylie virðist treysta Justin vel og vilja leita til hans sérstaklega þar sem hann að hennar mati hefur gengið í gegnum það sama hún.

Hann skilur mig, og í hvert skipti sem við hittumst þá sest hann niður með mér og segir: „Er allt í lagi? Þú ert frábær. Þú getur komist í gegnum þetta en þú verður bara þú sjálf.“ Hann hjálpar mér mikið.

Sjá einnig: Er Kylie Jenner búin að gata á sér geirvörturnar?

Justin Bieber hefur einnig rætt um Kylie í viðtölum en í síðasta mánuði kom út viðtal við hann við Billboard Magazine en þar talaði Justin um erfiðleikana sem fygldu því að verða rosalega frægur svona ungur að aldri.

Hann vildi fá fólk að vera blíðara við ungar stjörnur líkt og Kylie Jenner sem var einungis 10 ára þegar hún varð partur af raunveruleikaþáttunum Keeping Up With The Kardashians.

Í hvert sinn sem hún fer út eru myndavélar á eftir henni og það hefur áhrif hvernig hún hugsar og hvernig hún sér fólk og afhverju hún þarf að gera ákveðna hluti.

2FB044DD00000578-3379286-image-m-52_1451502703243

2FAC0E5D00000578-3379286-In_the_upcoming_February_issue_of_ELLE_UK_the_Keeping_Up_With_th-m-56_1451503376786

2FB044E100000578-3379286-_He_gets_me_and_every_time_I_see_him_he_always_sits_me_down_and_-a-4_1451506136993

2FB044D900000578-3379286-image-a-66_1451504439888

 

SHARE