Kyntáknið og stórleikkonan Lauren Bacall (89) er látin

Kyntáknið og kvikmyndaleikkonan Lauren Bacall er látin, 89 ára að aldri, en hún andaðist á heimili sínu í gærmorgun.

Lauren skilur eftir sig gnægð stórmynda sem hún ljáði röddu sína og andlit á löngum ferli á hvíta tjaldinu en Lauren var goðsögn í lifanda lífi og er ein fremsta kvikmyndaleikkona sem Hollywood hefur státað af.

[new_line]

Annex..Bacall.Lauren.To.Have.and.Have.Not._02
[new_line]
[new_line]

Lauren, sem gift var stórleikaranum og kyntákninu Humphrey Bogart, var oftlega nefnd „The Look” sökum fegurðar sinnar, en minningarsiða leikarans tilkynnti um andlát Lauren í gærdag með þessum orðum:

[new_line]

 

 

[new_line]

 Lauren var einungis tvítug að aldri þegar hún lék móti þá tilvonandi eiginmanni sínum, Humphrey Bogart, í kvikmyndinni To Have And Have Not árið 1944 og fór þar með setninguna: „You know how to whistle, dont you, Steve?” sem ekki einungis er ein frægasta setning sem Lauren fór með á hvíta tjaldinu heldur eitt af ódauðlegri atriðum í kvikmyndasögunni sjálfri.

Með leik sínum í fyrrnefndri kvikmynd stimplaði Lauren nafn sitt rækilega á síður kvikmyndasögunnar og sýndi og sannaði svo ekki varð um villst að hún stóðst fyllilega samanburð við sér langtum reyndari leikkonur.

[new_line]

Hér má sjá Lauren, þá tvítuga að aldri, í hlutverki hörkukvendisins Slim: 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”i9Ay727EYzw”]

 

SHARE