Læknar hafa áhyggjur af meðgöngu Kim Kardashian

Aðdáendur Kardashian fjölskyldunnar þurfa ekki að bíða fram að jólum eftir því að Kim muni fæða son sinn eins og til stóð af því hún verður sett af stað í næstu viku.

Sjá einnig: Kim Kardashian hatar að vera ólétt

Læknar raunveruleikastjörnunnar hafa miklar áhyggjur af meðgöngu Kim og vilja því setja hana af stað sem fyrst. Árið 2013 var Kim sett af stað fyrr þegar hún var ólétt af dóttur sinni North þar sem blóðþrýstingur hennar var svo hár. Í þetta skiptið er vandamálið af öðrum toga en eftir ómskoðun kom í ljós að hún var með mikinn vökva í fylgjunni sem er einkenni meðgöngusykursýki.

Sjá einnig: Hvað borðar hin ólétta Kim Kardashian á hverjum degi?

Kanye West hefur því þurft að fresta viðburðum til þess að geta sinnt konunni sinni.

Sonur Kim og Kanye West er að öllum líkindum væntanlegur um þakkargjörðarhelgina.

2CDF8CB700000578-3252678-Check_me_out_Kim_Kardashian_clearly_is_proud_of_her_burgeoning_b-m-124_1443475315389

SHARE