Lamar er vaknaður úr dáinu og talar við Khloe

Lamar Odom er vaknaður úr dáinu og samkvæmt heimildum hefur hann talað við Khloe og spurst fyrir um börnin sín. Hann var tekinn úr öndunarvél eftir að hafa verið í þrjá daga í dái. Læknar telja að hann hafi fengið heilablóðfall og þess vegna fallið í dá, ásamt því að vera illa haldinn af misnotkun eiturlyfja. Útlitið er þó ekki enn öruggt fyrir körfuboltakappann, því samkvæmt læknum á enn eftir að koma í ljós hvort að um varanlegan líkamlegan skaða sé að ræða.

Sjá einnig: Khloe er óhuggandi: Lamar fannst meðvitundarlaus í vændishúsi

2D6428C300000578-3275460-image-a-35_1445019184014

SHARE