Leonardo DiCaprio beittur líkamsskömm

Leonardo DiCaprio (46) er einn þeirra sem hefur verið titlaður sem „kyntákn“ og hefur verið vinsæll meðal kvenna um allan heim. Myndir birtust af honum í gær þar sem hann er að spóka sig um á strönd með vini sínum, Emile Hirsch. Þeir eru í sundskýlum, eins og gengur og gerist á ströndinni, en það sem vakti sérstaklega athygli okkar eru viðbrögðin við myndinni.

Leonardo hefur orðið fyrir mikilli líkamsskömm. Margir fjölmiðlar hafa talað um að Leo sé kominn með „dad bod“ eða pabba-líkama.

Aðrar athugasemdir hafa verið meira lýsandi:

„Þarf hann ekki að fara að fjárfesta í stærri stuttbuxum?“ og orð eins og skvap, spik og fleiri hafa verið notuð. Oft hefur verið sagt „….en hann er ennþá myndarlegur“.

Munum það að karlar eiga oft erfitt með þyngdina og geta verið ósáttir við útlitið, en maður heyrir oft mjög miskunarlausar athugasemdir manna á milli sem eiga að vera „grín“ en geta stungið.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar!

SHARE