Það er ekkert auðvelt við það að setja inn mynd á Instagram. Fyrst er að smella af. Svo er að velja filter. Tagga. Birta. Og bíða. Hversu mörg læk? Hvað á að gera? Hvernig fær maður fleiri? Hvað er “You Follow Me – I Follow you?” og hvernig púllar maður hina fullkomnu mynd sem fær trilljón læk á örstundu?

Er kannski best að velja vinsælustu töggin? Eða ætti maður að vera rosa kreatívur og velja tögg sem enginn annar notar? Um hvað snúast lækin? Og samskiptamiðlar? Hvernig fer maður eiginlega að þessu?

Læk-Leikurinn var hannaður af Michelle Rial, samskiptamiðlatrölli með meiru, hefur notið gríðarlegra vinsælda að undanförnu og er ekki ætlaður fyrir notendur sem eru ókunnir Instagram. Þessi leikur er aðeins fyrir lengra komna, skiljanlegur í augum þeirra sem gjörþekkja ranghala Instagram en hafa ekki enn náð að ígrunda þá list til fullnustu: HVERNIG FÆ ÉG FLEIRI LÆK?

 

Sniðugt, ekki satt?

 

instagram-game_0414

SHARE