Mætti þremur klukkustundum of seint á tónleika sína – Myndband

Hin 25 ára gamla Rihanna var heldur betur sein á tónleika sína í Boston í fyrrakvöld þegar hún mætti 3 klukkustundum of seint og aðdáendur hennar voru allskostar ósáttir.

Þessir tónleikar voru fyrst á dagskrá 10. mars í Boston en var frestað þá vegna veikinda söngkonunnar. Þeir voru svo haldnir í fyrrakvöld. Tónleikagestir létu Rihanna alveg heyra það að þeir væru ósáttir við að bíða í 3 tíma eftir henni og búuðu á hana þegar hún kom á sviðið. Hún söng svo bara í klukkutíma og sagt er að hún hafi þóst syngja allan tímann en verið með allan sönginn á upptöku.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here