„Michael Schumacher tjáir sig með augunum“

Michael Schumacher (51), fyrrum Formúlu 1 stjarna, dvelur nú í lúxus einbýlishúsi á Mallorca. Húsið keypti eiginkona hans, Corinna Schumacher, af Florentino Perez sem kenndur er við knattspyrnuliðið Real Madrid.

Eins og flestir vita lenti Michael Schumacher í slysi á skíðum í desember árið 2013. Honum var haldið sofandi lengi eftir slysið og fór ekki heim til sín fyrr en í september árið 2014.

Samkvæmt heimildarmanni Daily Star „talar Michael ekki, heldur tjáir hann sig með augunum. Það eru bara 3 manneskjur sem mega heimsækja hann.“ Einnig segir heimildarmaðurinn að Corinna hafi látið útbúa tæknilegt „sjúkrahús“ í þessu húsi þeirra á Mallorca. Húsið hefur allt til alls, 2 sundlaugar, þyrlupall, líkamsrækt og fleira.

SHARE