Miðillinn sagði móður Amöndu Berry ósatt – Sagði að dóttir hennar væri látin

Miðillinn sem sagði við móður Amöndu Berry, sem var ein stúlknanna sem haldið var nauðugri í Cleveland og fannst í vikunni, er nú undir mikilli pressu frá fjölmiðum. Miðillinn Sylvia Browne sagði móður Amöndu Berry í þætti sínum að dóttir hennar væri látin. Móðir Amöndu lést stuttu síðar og fékk aldrei tækifæri til að sjá dóttur sína aftur. Miðillinn hafði rangt fyrir sér og nú er fólk virkilega reitt út í miðilinn sem kallaður er svikamiðill.

Amanda fannst ásamt dóttur sinni og tveimur öðrum stúlkum í vikunni þar sem henni hafði verið haldið í 10 ár. Stúlkurnar urðu fyrir miklu kynferðislegu ofbeldi og voru meðal annars bundnar með keðjum og látnar skríða á fjórum fótum í hundaólum. Stúlkurnar fengu sjaldan að fara út og ef þær fengu að líta dagsins ljós var það í garði mannræningjanna undir eftirliti.

Miðillinn segir að hún hafi oftar haft rétt fyrir sér en rangt en þetta sé eitt af þeim skiptum sem hún þakkar fyrir að hafa haft rangt fyrir sér. Það er nokkuð ljóst að þessi miðill er ekki vinsæll þessa dagana.

Hér má sjá myndband þar sem miðillinn segir móður stúlkunnar að hún sé látin.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”IFAKW9IVXtQ#!”]

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here