Hin 24 ára gamla Lauren Wesser varð fyrir hræðilegri lífsreynslu eftir að hafa notað túrtappa árið 2012. Hún hafði alltaf keypt sér sömu tegund af töppum en einn daginn fór henni að líða einkennilega svo hún ákvað að leggja sig. Það var ekki fyrr en daginn eftir sem hún vakin af lögreglunni. Móðir hennar hafði haft samband við lögregluna og beðið um að haft væri upp á henni, því ekki hafði hún náð sambandi við Lauren. Hún fannst liggjandi meðvitundarlaus á baðherbergisgólfinu.

Hún sofnaði aftur og vaknaði ekki fyrr en nokkrum dögum síðar á sjúkrahúsi en þangað hafði hún verið send með háan hita. Hún hafði fengið hjartaáfall og líffæri hennar voru byrjuð að bila. Læknar gátu ekki fundið út úr því hvað væri að henni svo þau kölluðu á sérfræðing í smitsjúkdómum. Það fyrsta sem hann spurði læknana var hvort hún hafði verið með túrtappa og var hann síðar sendur í rannsókn.

Það kom í ljós að hún hafi orðið fyrir alvarlegu eitrunaráfalli vegna notkuns tappans. TSS eða toxic shock syndrome er lífshættuleg bakteríusýking sem á sér þó ekki stað einungis vegna túrtappans, heldur ef um samspil annarar bakteriu er að ræða. Staphylococcus aureus er baktería sem um 20% mannkyns ber með sér og talið er að samspil þessa tveggja hafi valdið veikindum hennar.

Túrtappi

Þrátt fyrir að túrtappar hafa verið framleiddir í 50 ár en upprunalega voru þeir framleiddir úr nánast eingöngu náttúrulegum efnum. Nú í dag nota flestir stærstu frameiðendurnir gerviefni í vörur sínar og eykur það verulega á hættunni á því að fá TSS.

Útlitið var ekki gott fyrir Lauren þar sem sýkingin hafði framkallað drep í fæti hennar. Til allrar lukku gátu læknar bjargað henni með því að fjarlægja á henni annan fótinn.

feature_image_template42

SHARE