Mjög afgerandi aðgerðir vegna Covid

Á blaðamannafundi núna kl 11 komu fram hertar takmarkanir vegna Covid 19. Takmörkun á fjölda sem mega koma saman 100 manns. Tveggja metra reglan er skyldubundin og allir sem ferðast ættu að vera með grímu og hanska. Mælst var til þess að líkamsræktarstöðva, skemmtistaðir og aðrir staðir þar sem mikil snerting er á sömu flötum, loki eða tryggi að mikil sótthreinsun fari fram reglulega.

Verslanir hafa þá skyldu að hafa aðgengi að sótthreinsi. Alma Möller, landlæknir segir að fólk sem hafi verið erlendis eigi ekki að fara til vinnu eða í veislur fyrr en seinni sýnataka hafi farið fram.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here