Nístandi höfuðverkur reyndust vera maðkar í eyrunum – Myndband

Rochelle Harris er 27 ára gömul kona frá Bretlandi og hafði planað frí lífsins með kærastanum sínum, til Perú. Í flugvélinni á leiðinni heim fór hún að fá höfuðverk og fljótlega ágerðist þetta og hún fékk allskonar stingi í andlitið og fannst hún heyra „krafs“ inni í höfðinu á sér.

Rochelle fór til læknis og hann sagði henni að hún væri með sýkingu í eyranu, en sendi hana samt til sérfræðings til þess að vera alveg viss.

Það komust þau að því að hún var ekki með neina venjulega sýkingu í eyranu heldur var hún komið með maðka inn í eyrun á sér, djúpt inn í hlustina.

Screen shot 2013-07-17 at 13.12.25

Þetta myndband er ekki fyrir viðkvæma! 

 

SHARE