Ný viðbót við Keeping Up With the Kardashians

Það lítur út fyrir að æstir aðdáendur Kardashian-fjölskyldunnar fái að sjá nýtt andlit á skjánum þegar næsta sería af raunveruleikaþáttunum, Keeping Up With the Kardashians, fer í loftið. Framleiðendur þáttanna hafa boðið kærasta Kylie Jenner, rapparanum Tyga, gestahlutverk í næstu seríu. Og fregnir herma að hér sé um ansi vel launað gestahlutverk að ræða.

kylie-jenner-tyga-kuwtk

Kylie og Tyga.

kylie-jenner-tyga

Fjölskyldan öll er víst svo heilluð af Tyga að þau vildu ólm fá hann með í næstu þáttarröð.

Þetta verður spennandi að sjá.

SHARE