Olivia (14) er tvífari Cara Delevingne og nýtir sér líkindin í botn

Það er ekki leiðum að líkjast! Ótrúlegt en satt, Cara Delevingne á tvífara í Úkraníu og það sem meira er, hún er einungis fjórtán ára gömul! Líkindin með Oliviu Herdt og Cöru eru svo mikil að það er erfitt að sjá og segja til um hvor þeirra er Cara og hvor er Olivia.

Sjá einnig: Naomi Campell og Cara Delevingne í slagsmálum – orsakaði Rihanna áflogin?

Olivia, sem er með 13.000 fylgjendur á Instagram, virðist nokkuð meðvituð um líkindin og þess vegna spurning hvenær hún fetar í fótspor hátískufyrirsætunnar og ryður sér til rúms í fyrirsætubransanum.

Hér má sjá nokkrar myndir af Oliviu:

SHARE