Læknar eru furðu lostnir yfir þessu kraftaverki. Daljinder Kaur er 72 ára gömul og ákvað að eignast barn með eiginmanni sínum til 46 ára. Þau hafði alltaf langað í barn, en það hafði aldrei heppnast hjá þeim áður fyrr. Eftir að fjölskyldudeilu lauk, ákvað hún að 70 ára gömul að fara í frjósemismeðferð og tveimur árum síðar kom sonur þeirra í heiminn.

Sjá einnig: Dásamlega falleg heimafæðing

Daljinder fæddi barnið á náttúrulegan máta og getur haft soninn á brjósti.

Læknar höfðu sagt við hana að þeir höfðu aldrei hitt eins þrjóska konu og hana, en hún segir að hún þakki þessu kraftaverki þrjósku sinni. Læknar vildu í fyrstu ekki veita henni frjósemismeðferð, en hún heimtaði það samt sem áður.

Þau hafa vitanlega áhyggjur af því að deyja áður en sonur þeirra nær fullorðins árum en ætla sér að gera sitt allra besta þar til.

 

SHARE