Passið ykkur á mygluðum fernudrykkjum – Geta auðveldlega myglað

Barn kom á bráðamóttöku ásamt móður sinni en þá hafði barnið tekið eftir að það kom eitthvað grænt upp úr ávaxtasafafernunni sem það var að drekka úr. Móðir hennar klippti þá í sundur fernuna og fór þá beint með hana til læknis.

Safafernan var full af myglu og grænu slími efst í fernunni og þetta er víst ekkert nýtt af nálinni því ef það kemst eitthvað örlítið loft í fernuna getur komið mygla. Loftið getur komist inn í fernuna í gegnum pínulítið gat sem er of lítið til þess að það leki eitthvað úr fernunni en nógu stórt til að það komist smá loft. Þetta getur jafnvel orðið til þess að safinn getur gerjast og orðið áfengur.

Góðu fréttirnar eru þær að þessi tegund af myglu er ekki mjög hættuleg en hún er samt ekki girnileg. Getur valdið einhverjum óþægindum í maga en meira er það eiginlega ekki, það þýðir samt ekki að maður vilji láta þetta ofan í sig og ætti auðvitað að reyna að komast hjá því. Screen shot 2013-07-08 at 13.38.21

 

SHARE