Rebel Wilson er ekki aðdáandi Kardashian fjölskyldunnar

Ástralska leikkonan Rebel Wilson sem er þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndunum Pitch Perfect 1 og 2 er ein af þeim sem er ekki hrifin af Kardashian fjölskyldunni. Rebel mætti í útvarpsviðtal á miðvikudaginn og sagði meðal annars frá því þegar hún neitaði að koma fram með Kendall og Kylie Jenner á MTV tónlistarverðlaunahátíðinni.

Sjá einnig: Myndband: Ellen Degeneres er nýjasta Kardashian systirinn

Hún sagðist ekki hata þau sem einstaklinga en að þau stæðu fyrir eitthvað sem stangist á við hennar lífsgildi.

Það er ekki eins og ég hati hvert og eitt þeirra, en það er bara allt sem þau standa fyrir er eitthvað sem ég er á móti. Og þau eru ekki fræg fyrir hæfileika. Ég hef unnið virkilega hart að því að komast þar sem ég er í dag.

Sjá einnig: 10 frægustu kynlífshneykslin

Rebel lét gamminn geysa og fór að rifja upp kynlífsmyndandið hennar Kim. Þar benti hún á að Kim hefði orðið fræg fyrir kynlífsmyndband en að hún sjálf hefði farið í leiklistaskóla og unnið hörðum höndum.

 

kardashians

Rebel-Wilson

SHARE