Reyndi að bíta af kærastanum typpið og veitti honum áverka með fartölvu

Ungur maður í Oklahoma-fylki vaknaði upp við vondan draum í lok síðustu viku. Kærasta hans, Amber Ellis, réðst á hann í fastasvefni og gerði tilraun til þess að bíta af honum typpið.

Kærustuparið, sem hafði verið úti að skemmta sér fyrr um kvöldið, lenti í hávaðarifrildi sem endaði á þeim nótum að hinn bitni sagði kærustu sína alltof þurfandi. Þau fara heim og ganga til svefns í sitthvoru herberginu. Enda afar ósátt við hvort annað – sumir kannski ósáttari en aðrir, eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Maðurinn, sem sofandi var á sófanum, vaknar stuttu síðar með Ellis á typpinu. Ef svo má að orði komast.

Hann reyndi að losa hana af sér en þá greip hún fartölvu sem lá á stofuborðinu og lúskraði duglega á honum. Ellis náði þó ekki að bíta lim hans af. Ekki alveg. En hún veitti honum ýmsa aðra áverka, meðal annars með ofangreindri fartölvu.

Amber Ellis var handtekin eftir að kærastinn komst undir læknishendur. Hún situr nú í gæsluvarðhaldi.

Tengdar greinar:

Hann er með 2 typpi og segir bæði virka!

Hvernig á að þrífa typpi?

„Til strákanna sem segja; ég er með of stórt typpi fyrir smokka – FÁIÐ YKKUR SÆTI”

SHARE