Söngkonan Rihanna hefur staðfest samband sitt við Chris Brown.

Söngkonan hefur loksins opnað sig um samband þeirra eftir margra mánaða fjölmiðlafár kringum parið. Söngkonan opnaði sig í einlægu viðtali við tímaritið Rolling Stone. Rihanna sagði meðal annars „Ég ákvað að það væri mikilvægt fyrir mig að leyfa mér að vera hamingjusöm“

Rihanna viðurkennir einnig að hún skilji að fólk efist um samband þeirra en að utanaðkomandi aðilar geti ekki með nokkru móti skilið það sem þeirra fer á milli í einrúmi.

 

Rihanna opens up to Rolling Stone

Rihanna á forsíðu Rolling Stone

 

Rihanna segir: „Ég ætlaði ekki að fara að láta skoðun annara koma í veg fyrir mína hamingju. Jafnvel þó að ég sé að gera mistök, eru það mín mistök. Ég vil frekar bara lifa lífinu eins og ég vil og taka þá afleiðingunum af mistökunum sem ég geri, ég get alveg höndlað það!“

Rihanna greindi einnig frá því að hún trúir því að þau hafi bæði þroskast sem manneskjur og par síðustu ár, eða síðan Chris Brown réðst á hana árið 2009. Eins og glöggir aðdáendur Rihönnu vita var Chris Brown dæmdur fyrir árásina á Rihönnu árið 2009.

 

Rihanna and Chris Brown in a personal snap

Mynd úr einkasafni Rihönnu

 Hún segir: „Við rífumst ekki eins og við gerðum lengur. Við tölum út um hlutina. Við virðum hvort annað, við vitum nákvæmlega hvað við höfum núna og við viljum ekki missa það.“

Kynþokkafulla tónlistarstjarnan var svo fljót að bæta því við að hún mun ekki taka slæma hegðun Chris í mál.

 

Rihanna and Chris Brown courtside at a Christmas Day basketball game

Chris Brown iðrast að hennar sögn gjörða sinna mikið og Rihanna segir að hún trúi því að hann muni aldrei beita hana ofbeldi aftur. Hún segir „Ég hefði aldrei gefið honum annan séns ef ég hefði haldið að hann myndi lemja mig aftur.“

Chris var, eins og flestum er kunnugt um, dæmdur fyrir að beita hana ofbeldi og eins og sést á myndinni hér fyrir neðan, lemja hana alveg í stöppu eftir Grammy partý árið 2009

Rihanna after her assault by Chris Brown

 Chris var dæmdur til að afplána 6 mánaða samfélagsþjónustu og 5 ára skilorðsbundið fangelsi.

Rihanna breaks down in tears on Oprah Winfrey's show as she talks about Chris Brown

Rihanna kom fram í viðtali við Opruh þar sem hún viðurkenndi að hún elskaði Chris enn.

Í tilfinningaþrungu viðtali við Oprah Winfrey viðurkenndi Rihanna að hún væri enn ástfangin af Chris Brown og að hann væri hennar eini sanni. Hún viðurkenndi hinsvegar ekki á þeim tíma að þau ættu í ástarsambandi heldur talaði hún um það að þau væru vinir.

Rihanna cuddles Chris Brown

Rihanna tvítaði þessari mynd af parinu.
Rihanna and Chris Brown

Mynd úr einkasafni Rihönnu.

 Parið flutti lag saman á hennar nýjustu plötu sem heitir „Nobody´s Business.“

Í textanum heyrir þú þau segja: „Always be my boy, I’ll always be your girl, and it ain’t nobody’s business, just mine and my baby.“

 

Rihanna and Chris Brown posing by a sports car

 Parið eyddi jólum og áramótum saman.

Rihanna and Chris Brown on the cover of her single Stay

Lagið Stay, sem er orðið vinsælt hér á landi. Hér sést hún knúsa Chris.

Rihanna sést knúsa Chris á coverinu á laginu Stay, textinn í því lagi segir meðal annars: „Round and around and around and around we go, not really sure how to feel about it, something in the way you move, makes me feel like I can’t live without you, it takes me all the way, I want you to stay.“


Það er svo spurning hvort að þetta verði sagan endalausa, það er allaveganna á hreinu að þetta gefur röng skilaboð til ungra stelpna sem halda upp á Rihönnu.

 

SHARE