Rob Kardashian og Blac Chyna með sinn eigin þátt

E! News hefur staðfest að Rob Kardashian og Blac Chyna ætli sér að vera með sinn eigin raunveruleikaþátt, sem hefur verið kallaður Rob & Chyna.

Eins og flestir vita eru fjölskyldumeðlimir Rob með einn vinsælasta raunveruleikaþátt í heimi og samkvæmt mörgum slúðurmiðlum ytra, eru Kardashian og Jenner systur misánægðar með þessa samkeppni.

Sjá einnig: Blac Chyna og Rob Kardashian trúlofuð

Fyrst var áformað að Rob og Chyna myndu koma fram í þættinum Keeping Up With The Kardashians, en Blac var ekki sátt við þá upphæð sem hún átti að fá fyrir það svo hún hafnaði því.

SHARE