E! News hefur staðfest að Rob Kardashian og Blac Chyna ætli sér að vera með sinn eigin raunveruleikaþátt, sem hefur verið kallaður Rob & Chyna.
Eins og flestir vita eru fjölskyldumeðlimir Rob með einn vinsælasta raunveruleikaþátt í heimi og samkvæmt mörgum slúðurmiðlum ytra, eru Kardashian og Jenner systur misánægðar með þessa samkeppni.
Sjá einnig: Blac Chyna og Rob Kardashian trúlofuð
Fyrst var áformað að Rob og Chyna myndu koma fram í þættinum Keeping Up With The Kardashians, en Blac var ekki sátt við þá upphæð sem hún átti að fá fyrir það svo hún hafnaði því.