Russell Brand að fara að gifta sig

Hinn 41 árs gamli Russell Brand er að fara að gifta sig, en áður var hann giftur Katy Perry. Sú heppna verðandi eiginkona heitir Laura Gallacher og gengur hún með fyrsta barn þeirra Russell.

Sjá einnig: Russell Brand gerir alla kjaftstopp – Myndband

 

Að sögn nákomins vinar parsins vill Russell halda sambandi sínu og fæðingu barns þeirra utan sviðsljóssins eftir að hafa verið í mjög opinberu hjónabandi við Katy Perry. Þau héldu lítið boð til að tilkynna væntanlegan erfingja og voru bara þeir allra nánustu viðstaddir.

 

 

Birtist fyrst í amk, fylgiblaði Fréttatímans

SHARE