Tveir rússneskir frumkvöðlar á unglingsaldri hljóta að hafa slegið heimsmet í fífldirfsku nú meðan hitabylgjan gekk yfir heimsbyggðina í sumar sem leið, en þeir umbreyttu stofunni heima hjá sér í sundlaug. Það er rétt: Þeir breyttu stofunni í S-U-N-D-L-A-U-G.

Ljósmyndir af uppátækinu hafa flögrað um samskiptamiðlana undanfarna sólarhringa, en fréttin birtist upprunalega á miðlinum Moscow Times og sýnir hvernig drengirnir (brjálæðingarnir) plastklæddu alla stofuna, fóðruðu innstungur og dældu svo vatninu í heilu tonnatali inn í herbergið sem er plastklætt, teipað og varið upp á miðja veggi. Og fullt af vatni.

Á vef Moscow Times segir einfaldlega:

 

Drengirnir, sem eru frá Oryol héraðinu sem liggur um 350 kílómetra suðvestur af Moskvu, fengu sig fullsadda af mollunni þegar hitinn fór upp fyrir 30 stiga hita á Celcius og virtust algerlega ómeðvitaðir um hversu óvenjulegt það þykir að umbreyta heilli stofu í innanhúss sundlaug. Þeir virtust afslappaðir og rólyndir þar sem þeir pósuðu fyrir ljósmyndirnar í návist rafmagnsinnstungna, gluggatjalda og ljósakrónu.

Ekki er enn ljóst á þessari stundu hvernig drengirnir hyggjast tæma vatnið úr herberginu úr sundlaugastofunni svonefndu, eða hvort húseigandinn sjálfur gaf leyfi sitt fyrir þessari frumlegu lausn á sumarhitanum.

 

Nóg um það, hér er ljósmyndaröðin sjálf sem sýnir fífldirfsku drengjanna sem breyttu stofunni í sundlaug:

 

article-2713159-202D16A200000578-798_634x475 article-2713159-202D16BB00000578-903_634x472 article-2713159-202D16C500000578-580_634x476 article-2713159-202D16AB00000578-299_634x472 article-2713159-202D16CD00000578-571_634x478 article-2713159-202D169A00000578-144_634x480 article-2713159-202D16B300000578-222_634x467

SHARE